<$BlogRSDURL$>

Monday, June 22, 2009


Saturday, June 20, 2009




Monday, June 15, 2009












Friday, June 27, 2008




Friday, May 23, 2008


Út reri einn á báti
Ingjaldr í skinnfeldi.
Týndi átján önglum
Ingjaldr í skinnfeldi
og fertugu færi
Ingjaldr í skinnfeldi.

Aftr komi aldrei síðan
Ingjaldr í skinnfeldi.



Gott kvöld.

Spámaðurinn hefur um skeið starfað sem moppudýr, burðardýr og varðhundur í höll er kennd er við dal þann er kenndur er við laugar. Spámaðurinn er orðinn nauðsynlegt tannhjól í menningarlífi borgarinnar. Næst þegar lærisveinar Rassgathole halda á tónleika, landsleik, trúarsamkomu, vörusýningu eða æfingu í umræddri höll, minnist þess að það er Spámaðurinn sem kemur til með að tæma ruslið, setja upp körfurnar, bera undir þig stólinn og að endingu þurka upp svitapolla, tómatsósu og annað sem fólk kann að skilja eftir sig þar.



Vinnan er bærileg...Mikil þrælkun og mikill frítími sem Spámaðurinn eyðir í melroseþamb, keðjureykingar, götumælingar og listrænu. Þetta fyrirkomulag hentar Spámanninum ágætlega. Þrælkunin hefur undarleg áhrif á Spámanninn. Spámaðurinn hefur aldrei verið fyrir tilgangslausa þvælu á borð við íþróttir eða líkamsrækt, og því mætti helst lýsa sköpulagi hans sem "ámátlegu" síðustu ár... Og sennilega er það raunin enn. Hins vegar, eftir hálft ár af borðaburði, fimleikagólfsuppsettningum og annari þrælkun, þá líður Spámanninum eins og Bruce Banner, Hulkinum...Skyndilega eru farnir að myndast ógnvekjandi vöðvar á framhandleggjum hans, fótleggir hans eru eins fótleggir maraþonhlaupara (byggingin er það stór að maður þarf að ganga ca. kílómetra ef maður gleymir skrúfjárni) og hann er ekki frá því að hann sé herðabreiðari og rödd hans dýpri en áður. Þetta veldur vissu ósamræmi...Grjótharðir íþróttafótleggirnir halda uppi reykmarineraðri bjórvömb o.s.frv.



Hvaða áhrif ætli allir þessir aukavöðvar hafi á heilastarfsemina? Spámaðurinn óttast að hann muni skyndilega finna fyrir óviðráðanlegri þörf fyrir að horfa á kvikmyndir með Bruce Willis og kaupi sér fjórhjól.


Sunday, May 04, 2008


Wednesday, April 23, 2008


This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter