<$BlogRSDURL$>

Sunday, June 27, 2004


"Ár var alda,
það er ekki var,
var-a sandur né sær
né svalar unnir;
jörð fannst æva
né upphiminn,
gap var ginnunga
en gras hvergi"

Líf Spámannsins er grá eyðimörk dag- og kvöldvakta...

Góðu fréttirnar eru þær að íbúðin er komin með frekar gamaldags yfirbragð, sökum þess að María Mey senior (þeas. Amma) var að fara inná dvalarheimili og gaf Spámanninum húsgögn sem hann vantaði... Svo nú er komin speakeasy sprúttsala í kjallarann í norðurmýrinni og villt fólk í ölvímu dansar charleston fram á rauða nótt á ganginum hjá málpípu almættisins.


Að lokum fær Spike Milligan orðið í ljóðahorni rassgathole:

The people who live
On the Oojah-ka-Piv
Stand around in bundles of nine

When asked how it feels
They reply 'Curried Eels'!
Otherwise - everything's going fine!

Thursday, June 17, 2004

Sigrid Johnson, This year's Fjallkona (Manitoba)"...Iceland's thousand years
Iceland's thousand years..."Músarbendil hingað og smellaThursday, June 10, 2004Gott kveld.
Spámaðurinn á erfitt með að venjast einverunni. Eina manneskjan sem að spámaðurinn hefur talað við augliti til auglitis í dag er róni á rauðarárstígnum... Satt best að segja stóð spámanninum ekki alveg á sama eftir það samtal, en það var á þessa leið:

Róni: "Fyrirgefðu félagi, áttu nokkuð sígarettu?"
Spámaður: "Jú, hérna, gerðu svo vel"
Róni: "Takk, áttu eld?"
Spámaður (dregur upp eld guðanna RONSON!!!Alltaf þegar spámaðurinn dregur fram eld guðanna heyrist Batman lagið í bakgrunni): "Hérna"
Róni (kveikir í sígarettunni, lítur á andlit spámannsins): "Takk...bíddu...hver ert þú aftur?
Spámaður: "Aggi"
Róni: "Bíddu, við höfum hist áður! Ertu ekki á miklubrautinni?"
Spámaður: "Neeei...Ekki alveg"
Róni: "Ertu ekki vinur Eysa Kardó og þeirra?" (já, hann sagði þetta!)
Spámaður: "Nei, ég þekki þá ekki og ég kannast ekkert við þig heldur"
Róni: "Það er nú ekkert skrítið, ég var alltaf svo vel rakaður þá, núna er ég byrjaður að safna skeggi"
Spámaður: "Þetta skegg fer þér ágætlega sko..." (Þegar spámaðurinn segir ósatt er það ekki kallað lygi heldur biblískt túlkunaratriði)
Róni: "Jæja, takk og drottinn veri með þér"
Spámaður: "Verði þér að góðu..."

Og svo skildu leiðir...
Spámaðurinn er ekki alveg viss hvernig hann á að taka þessum misskilningi rónans, hingað til hefur Spámaðurinn ekki talið sig vera mjög rónalegann í útliti, né sérlega líklegann til að eiga félaga sem bera nöfn á borð við "Eysi Kardó". Ætli það sé þetta sem að fólkið í hönnunardeildinni meinar þegar að það talar um að einhver sé "streetwise" ?
Kannski er best að fara að ganga í öðrum jakka eða eitthvað til þess að verða ekki handrukkaður um eitthvað sem að félagi Eysa Kardó og þeirra skuldar...

Annars er nokkuð ljóst að spámanninum hefur mistekist að hætta að reykja, svo hér er mynd af mynd úr einkaleyfisumsókninni fyrir "ostasígarettunni"

Einkaleyfi fyrir þessum girnilega hlut var gefið út 15. Febrúar 1966... Því miður er ekki hægt að kaupa "Camel Gamle Ole" né "Marlboro Parmesano" í dag...Enn ein vísbendingin um að Spámaðurinn hafi fæðst allt allt allt of seint og hafi því misst af öllu þessu skemmtilega í mannkynssögunni.


Wednesday, June 09, 2004Rassgathole er hægt að líkja við ísskáp á floti langt fyrir utan íslands strendur...
Ísskápurinn veltist um í hafinu, hálf undarlegur og virðist í fyrstu tilgangslaus þar sem hann flýtur, hans eina hlutverk að halda hlutum inni í sér köldum er nú kominn í umhverfi sem hrímar hann að utan, í umhverfi þar sem mannskepnan án hlífðarfatnaðar (hlífðarfatnaður telst t.d. skemmtiferðaskip) getur aðeins lifað í nokkrar sekúndur áður en hún stirðnar upp, geyspar golunni og sekkur til botns (fyrir utan gaurinn sem er eins og selur í vestmanneyjum). Ísskápurinn hefur eina fúnksjón, og sú er að halda því sem er inni í honum köldum. Því hlutverki þjónar hann vel í þessu umhverfi, en samt sem áður virðist það við fyrstu sín vera hálf tilgangslaust. En þeir sem dæma svo fljótt eru örvitar.
Ísskápurinn flýtur þarna úti og smám saman safnast þari í hillur hans líkt og einhver afturgengin grænmetisæta sem drukknaði í flæmska hattinum sé að reyna að sýna fram á eitthvað, hrúðukarlar byrja að þekja ytra yfirborð hans, ryð myndast innan um hrúðukarlana líkt og einn af hinum fjölmörgu listamönnum sem hafa farist á sjó hafi mundað pensilinn og ákveðið að vinna að einhverju abstraktverki á hið ytra yfirborð hans (líklegra: einn af þessum 1000 ljósmyndurum á íslandi sem tekur myndir af rotnandi og ryðguðum landbúnaðartækjum sem minna á gamla tíma, einhver af þeim hlýtur að hafa farið í sjóinn). Smásíli festast í skúffum hans og drepast þar, á meðan önnur sem lentu í heppilegri skúffum lifa góðu lífi á svifi og fjölga sér og byrja að sætta sig við hið lokaða umhverfi ískápsskúffunar.
Ísskápar eru og munu ávallt verða uppspretta endalausar hringrásar dauða, lífs, rotnunar og endurfæðingar.

Darraðadans náttúrunnar á sér stað innan og utan hvers ísskáps innan og utan allra heimila landsmanna.

Úr rassgatholusarguðspjalli, Guðseignaspjall 1:88: fortíð spámannsins ca. árið 19E.R. (Eftir Rassgathole) :

Og spámaðurinn gekk til Skaftafells.
Og Pílatus sagði við hann:
"Af kaupfélagi ertu kominn, í kaupfélagi skaltu starfa."
Og spámaðurinn sagði:
"Já"
Og Pílatus fór með hann að kofa nokkrum.
Og Pílatus sagði við hann:
"Í þessum kofa skalt þú sofa, eta og eðla þig í sumar, en á meðan sól lifir skalt þú starfa í kaupfélagi"
Og spámaðurinn sagði:
"Já"
Og spámaðurinn gekk í kofann.
Og lærisveinar hans gengu í herbergi kofans og sögðu:
"Pant fá, pant fá"
Og spámaðurinn horfði á þá í þögn þar til engin herbergi voru lengur til boða.
Og spámaðurinn gekk til Pílatusar og sagði:
"Hvar á ég að sofa?"
Og Pílatus sagði:
"Í kofa þessum eru engin herbergi, og engin hlaða"
Og spámaðurinn sagði:
"Ég veit"
Og Pílatus sagði:
"Í eldhúsinu skalt þú sofa, því það er aldregi notað lengur"
Og spámaðurinn sagði:
"Já"
Og spámaðurinn gekk þar inn og sá að þar var músagangur mikill.
Og spámaðurinn opnaði þar ísskápinn, sem ei var í sambandi og sagði:
"Hér skal ég geyma föt mín, því að mýsnar hafa étið allt sem er í skápunum, en þær komast ei inn í ísskápinn".
Og spámaðurinn geymdi klæði sín í ísskápnum.
Og lærisveinarnir gengu til spámannsins og sögðu:
"Ó spámaður, þú lyktar af lauk"
Og spámaðurinn sagði:
"Ég veit"
Eftir það var angan lauksins talin vera angan lífskraftsins. Töldu kotkerlingar að hann hefði lækningamátt mikinn og alþýða Íslands notaði laukinn til þess að skreyta híbýli sín.

Tuesday, June 01, 2004

Undarleg hegðun einkenndi spámanninn í dag...

Hann vaknaði, tók strik á næsta apótek og keypti sér nikótíntyggjó... Svo fór hann niður í skóla og betlaði þar sígarettu sem hann reykti helminginn af...
Eftir það fór hann heim til félaga síns og eyddi þar nokkrum klukkustundum, en um leið og hann gekk þaðan út til þess að taka strætó í vinnuna tók hann strik á næstu bensínstöð, sem er á horni kringlumýrarbrautar og laugavegs...Þar keypti hann pakka af Viceroy, og hélt svo niður í strætóskýli. Fólkið í strætóskýlinu rak upp stór augu þegar að spámaðurinn dró upp eina Viceroy og kveikti í henni, tók einn smók, bölvaði hátt og snjallt, henti sígarettunni í ræsi og grýtti svo hinum 19 sígarettunum út í hina hröðu og þungu umferð sem er á þessum gatnamótum...
Spámaðurinn íhugaði alvarlega að hætta lífi og limum til þess að freista þess að sækja pakkann sem lá á götunni milli bílanna sem æddu framhjá á meira en hundrað kílómetra hraða en stakk svo upp í sig nikótíntyggjói.

Sumsé...Enn einn smásigurinn í baráttunni við reykingar!!!

Að öðru leiti hefur spámaðurinn verið reyklaus í dag...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter