<$BlogRSDURL$>

Monday, March 28, 2005


Sunday, March 27, 2005


Thursday, March 24, 2005


"Heill þú farir,
heill þú aptr komir,
heill þú á sinnom sér!"

Spámaðurinn hefur verið að lesa umræður um listamannalaunin og lært ýmislegt. Til dæmis áttaði Spámaðurinn sig ekki á því fyrr en nú að myndlist skal metin eftir því hversu vel hún fer við sófann. Ef að Íslendingur segist vera "menningarlega sinnaður" þýðir það ekki að viðkomandi viti hvar nýlistasafnið er til húsa, heldur að viðkomandi á safn af orkukrystöllum og fæðingarsteinum og hætti að reykja með hjálp jurtaseyðis/heilunarnuddara/stjörnuspekings/munks sem skrifar leyndardóma á hrísgrjón.
Kannski ríkið ætti að breyta um stefnu? Kannski ríkið ætti að hætta að borga eymingjum fyrir að stunda áhugamál sín, rífa þá af spenanum, leggja niður listamannalaunin og láta markaðsöflin ráða. Svo myndum við bíða í örfá ár. Að þeim tíma liðnum gætu flugleiðir svo hafið nýja auglýsingaherferð og auglýst Ísland sem nokkurskonar Árbæjarsafn myndlistarinnar. Ísland yrði nokkurskonar verndarsvæði, "amish-country" myndlistarinnar. Ferðamenn myndu flykkjast hingað til þess að komast í beina snertingu við fortíðina. Túristarnir myndu koma til að skoða fornfáleg vinnubrögð Íslenskra listamanna, skoða myndlist sem er algerlega ómenguð af nútímanum og farið svo aftur heim með fallegt málverk af laxveiðiá eða fjalli í farangrinum.


Annars er fátt fregna af lífi Spámannsins. Líferni Spámannsins er vægast sagt heilsuspillandi þessa dagana sökum fjárflæðis-vandamáls. Það er aðeins vika þar til LÍNspeninn mjólkar en þangað til þarf Spámaðurinn að halda áfram að lifa eins og krummi á öskuhaugum. Spámaðurinn fram á áframhaldandi hrökkbrauðs og tekexát. Matseðill gærdagsins: Pylsa með tómatsósu, kaffi og jógúrtdolla, vafasamur prince albert í sígarettubréfi í eftirrétt. Þegar matvælin hafa svo runnið farveg móður náttúru er notast við skeinipappír sem stolið var af salerni ónefnds skóla...Botninum er náð.
Spámaðurinn þarf að finna sér sykurmömmu.


Wednesday, March 23, 2005


"Ær ertu, systir,
og örvita
er þú bræður þínum
biður forskapa."

Epísk myndlist, mennskar hendur vinna að eftiröpun á gangverki alheimsklukkunar og sköpunarverki guðdómleikans, vitringar sem horfa djúphyggnum augum á smíðina meðan þeir vitna í Aristóteles, grunnur alheimsins dreginn í efa, lækningin við krabbameini fundin, stormasamur hugi, rökfræði, þroskasaga gullinsniðsins og brjálað fyllerí.
Þannig var gærdagur Spámannsins.
Í dag: Engir peningar...Ekkert helvítis páskaegg...Örvænting...

Kannski ætti Spámaðurinn að gera eins og meistari Chaplin í myndinni "Gullæðið" og sjóða skóna sína. Reyndar var Chaplin ekki alveg það hardcore...Skórinn var úr lakkrís. Sagan segir að Chaplin hafi aldrei verið ánægður með atriðið fræga, og því þurftu þeir að endurtaka það aftur og aftur. Eftir að hafa étið óteljandi lakkrísskó þurfti að hætta tökum því þeir fengu niðurgang .


Monday, March 21, 2005


"Sól tér sortna,
sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur.
Geisar eimi
við aldurnara,
leikur hár hiti
við himin sjálfan."

Kvikmyndagagnrýni Rassgathole:
Spámaðurinn vakti fram að morgni að prenta möppuna sína fyrir skólann. Í dag greiddi hann gjald þess sem sefur lítið, keðjureykir og þambar kaffi að nóttu. Spámaðurinn eyddi deginum í hálfgerðu móki og varð lítið úr verki. Hann á að hengja upp verk á sýningu á morgun, en hefur lítið sem ekkert unnið í því í dag.
Þess í stað eyddi hann degi sínum í að horfa á bandarískt fræðsluefni.

Fyrsta myndin sem Spámaðurinn horfði á ber nafnið "Boys Beware", en þar segir valdsmannleg rödd frá ósýnilegum og bráðsmitandi sjúkdómi sem kallast samkynhneigð. Kvikmyndin er í formi dæmisögu og við fylgjumst með smástrák sem verður fyrir barðinu á samkynhneigðarsjúklingi (í þá daga flökkuðu allir hommar um úthverfi og nauðguðu börnum). Á endanum eru nauðgarinn og fórnarlambið gripnir af lögreglunni á hótelherbergi, nauðgarinn er sendur í fangelsi og fórnarlambið fær skilorðsbundinn dóm (því á þessum tíma var samkynhneigð ólögleg hvað sem tautaði og raulaði).

Næsta kvikmynd sem Spámaðurinn horfði á fjallaði um svipaða ógn og samkynhneigð: Kjarnorkusprengjur og geislavirkni. Kvikmyndin "Medical aspects of nuclear radiation" er hugsanlega ein af skemmtilegustu myndum sem Spámaðurinn hefur nokkurntíma horft á. Þegar myndin kom út höfðu menn aðrar hugmyndir um geislavirkni en þær sem er haldið á lofti í dag. Myndin var framleidd af bandaríska flughernum og var ætlað að koma í veg fyrir vænisýki almennings gagnvart geislavirkni. Allt tal um óhollustu kjarnorkusprengja var í þá daga talið vera aumingjalegt uppgjafarhjal. Myndin útskýrir að geislavirkni er ekki jafn hættuleg og vísindamenn og almenningur telja. Skýringarmyndir af mannslíkamanum innihalda litla álfa sem smyrja tannhjól, toga í spotta, ýta á takka osfrv. til að halda líkamanum gangandi.
Einnig er bent á að þó þú missir hárið af völdum geislavirkni sé ekkert að óttast: Á meðan hárið er að vaxa aftur getur þú notast við hárkollu. Og þú þarft ekki að óttast að verða ófrjór sökum geislavirkninnar heldur, því þú verður löngu dauður áður en það gerist. Auk þess er aldrei að vita nema geislavirknin stökkbreyti ófæddum börnunum þínum á *jákvæðann* hátt.

Myndin "Drug Addiction" var bráðskemmtileg, en þar fáum við að sjá maríújanafíkil borða glerbrot og verða háðann heróíni.

Síðasta myndin sem Spámaðurinn horfði á var hin bráðskemmtilega "Shy Guy", sem er dæmisaga. Áhorfandinn lærir hvað þarf að gera til þess að verða vinsæll meðal skólafélaga sinni. Vatnsgreiddur faðir með sígarettu í hönd segir syni sínum að fylgjast vel með því hvernig vinsæla fólkið klæðir sig og hvernig það hegðar sér, og herma svo eftir því (ef Spámaðurinn hefði fengið slík ráð þegar hann var táningur sæti hann líklega á hlemmi með flösku).

Umræddar kvikmyndir má finna hér:

Boys Beware
Medical aspects of nuclear radiation
Drug addiction
Shy guy



Tuesday, March 15, 2005


"Þá kemur inn ríki
að regindómi
öflugur ofan,
sá er öllu ræður."

Gott kvöld.

Spámaðurinn fékk í dag endanlega sönnun þess að íþróttaæði, megrunarárátta og hugstjórnargeisli Magnúsar Schevings hafa loks náð að gegnumsýra allar stéttir þjóðfélagsins. Allir virðast vera í "átaki" til að þvinga mörina út um svitaholurnar. Meir að segja dreggjar samfélagsins hafa þungar áhyggjur af vaxtarlagi náúngans.
Í dag var Spámaðurinn var á gangi eftir rauðarárstígnum alræmda til þess að versla sér tóbak þegar að drukkinn róni vatt sér upp að honum. Hann hóf ávarp sitt svona: "Nú er ég sennilega helmingi eldri en þú". "Ætli það ekki" svaraði málpípa almættisins. "En veistu hvað?" spyr afvegleiddi sauðurinn. "Hvað?" Segir Spámaðurinn. Ógæfumaðurinn segir með stolti: "Þegar ég var á aldur við þig var ég sennilega líka helmingi þyngri en þú! Ég var hundrað og tuttugu kíló!". "Vá..." svaraði Spámaðurinn og velti fyrir sér að nú þyrfti ógæfumaðurinn að beita mikilli færni til þess að snúa samræðunum upp í "lán" fyrir kaupum á fljótandi munaðarvöru ætlaðri til baksturs.
"Og veistu hvað ég gerði?" heldur róninn áfram. "Hvað?" spyr Spámaðurinn. "Ég fór í Ármann og æfði fimleika!". "Og hvað svo?" segir Spámaðurinn. "Ég náði af mér þrjátíu kílóum á fjórum mánuðum!". "Vá" segir Spámaðurinn. Róninn hlær og segir "sérðu það fyrir þér? Hundrað og tuttugu kíló í fimleikum!". Spámaðurinn glotti honum til samlætis. "Þú ert ekki jafn feitur og ég var...Þú ættir að fara í íþróttir, það væri ekkert mál fyrir þig" (Eins og áður hefur komið fram í Rassgatholusarguðspjalli er Spámaðurinn nokkuð frjálslega vaxinn). "Ætli það ekki, en fimleikar eru samt ekki hin karlmennskulega íþrótt sem hún var hér forðum daga" mælti Spámaðurinn. "Þú getur fundið þér eitthvað annað" svarar róninn. "Ojú, ætli það ekki" svaraði Spámaðurinn og ákvað að fara ekki að rökræða um heilbrigðann lífstíl við drykkjumanninn. "En heyrðu...Geturðu nokkuð lánað mér tvöhundruðkall fyrir einu glasi?" segir hann. "Jújú" tautaði Spámaðurinn sem var enn að reyna að sjá fyrir sér viðmælanda sinn í fimleikum.



Annars er lítil hætta á því að Spámaðurinn fitni mikið í þessum mánuði þar sem honum tókst að klúðra fjármálum sínum algerlega og því verður fæði hans sennilega langt undir æskilegum kaloríufjölda stríðsfanga í genfarsáttmálanum (Spámaðurinn á samt nóg af mjólk, banönum og 999 pakka af páskaengjaþykkni eftir "verðstríðið").
Spámaðurinn hugsar með hryllingi til komandi tóbaksskorts og frumlegrar eldamennsku sem fylgir blankheitunum.


Saturday, March 12, 2005


"Hugur einn það veit
er býr hjarta nær,
einn er hann sér um sefa.
Öng er sótt verri
hveim snotrum manni
en sér engu að una."

Gott kvöld.
Spámaðurinn hefur átt angurværann dag með vægann hausverk sökum spírítusneyslu í gærkvöldi. Stutt var staldrað við í darraðadansi óeðlis reykjavíkur meðal saurugra drýsla þar sem skemmtiatriði á borð við Bruce Willis aðdáendur í hlýrabolum að lumbra hvor á öðrum stóðu gestum til boða.
Annars hefur líf Spámannsins ekki verið mjög spennandi undanfarið. Það setur einhverja undarlega ókyrrð og leiða að Spámanninum. Þema vikunar er einhver þunglyndisleg naflaskoðun og óróleiki. Kannski vegna þess að nú knýr tímabil breytinga dyra... Spámaðurinn sér nú fyrir endan á þægilegu og áhyggjulausu líferni nemans sem nýtir vökutíma sinn í að súpa á melrose, púa golden og íhuga guðdómleikann. Fyrir ekki svo löngu bjó Spámaðurinn við fullkomið áhyggjuleysi. Spámanninum gat lesið framtíð sína af stundatöflu, ákvarðanir hans miðuðust allar við það... Auk þess bar Spámaðurinn fingurgull og þurft aldrei að leiða hugann að rugli eins og leitinni að lífsförunaut.
Í ölsmurðum samræðum reyndu skólasystur Spámannsins að sannfæra hann um að lausnir á öllu slíku hugarangri væru að finna í sjálfsprófum á silkiþráðum alnetsins.

st
You are the Spirit of Generosity. You have the most
caring and loving nature ever known, you would
give away your own clothes if you felt someone
deserved it. Your open manner invites friends
to you and they are the luckiest of people to
have you as a friend. The same thing will find
you a friendly person to share your gifts with.


Which stunning spirit of emotion are you? NEW AND IMPROVED! (amazingly beautiful anime pics!)
brought to you by Quizilla

You are highly addicted to nicotine and should talk with a doctor or cessation expert about using one or more stop-smoking medicines, which are proven to double your chances of success. Nicotine replacement therapy (NRT) comes in different products to fit your pattern of cravings. Zyban also works to curb cravings and is available by prescription.

innocent kiss
innocent kiss - you're cute and sweet and like it
that way


What Sign of Affection Are You?
brought to you by Quizilla



Þú svaraðir 0 spurningum játandi.


Langflestir spilafíklar svara að minnsta kosti sjö spurningum játandi.


Hvað get ég gert ef niðurstöður prófsins gefa til kynna að ég sé spilafíkill?

YOU'RE A WEATHER SPIRIT
you're an elemental angel. an elemental angel is an
angel that is bonded to the elements and
nature.


what kind of angel are you?
brought to you by Quizilla

Aggi, you're single because you don't want to slow down
Whether you're working all hours, busy with school, or planning a cross-country move, it sounds like you just don't have time for anyone else in your life...right now, that is. Your timing may be off in other aspects, too. Chances are, you've met that perfect person who just so happens to be married or planning their own cross-country move. So take a step back for a moment. Is there something underlying this? Could it be you're afraid to get involved for some reason or another, and are therefore attracted to people who are simply unavailable?
Whether you're secretly sabotaging yourself or not, try a little exercise. Open your mind to those who are around you (and available!) right now. Then let up on your schedule to let that someone in. That is, unless you want to get married to your goals, and not Mr. or Mrs. Right.


Spámaðurinn er gjafmildur saklaus koss, veðurandi haldinn nikótínfíkn sem er of mikið að flýta sér til að hitta herra Réttann. En góðu fréttirnar eru þær að Spámaðurinn er ekki spilafíkill.

Wednesday, March 09, 2005


"Urð hétu eina,
aðra Verðandi,
skáru á skíði,
Skuld ina þriðju.
Þær lög lögðu,
þær líf kuru
alda börnum,
örlög seggja."

Rassgathole in the house!
Spámaðurinn er loksins kominn með tölvu! Spámaðurinn hefur verið tölvulaus síðan í desember. Því neyddist Spámaðurinn til þess að vinna BA ritgerð sína á frumstæðann hátt (kúlupenna og kálfsskinn við kertaljós).
Auk þess sem að ógrynni hluta og stykkja sem Spámaðurinn kann ekki að nefna höfðu brætt úr sér var Spámanninum tjáð að tölvan hefði orðið illa fyrir barðinu á óbeinum reykingum. Spámaðurinn er vanur svona undarlegum athugasemdum, því fyrir nokkru fór prentari hans í viðgerð og var Spámanninum tjáð að prentarinn væri ekki í ábyrgð því þegar viðgerðarmaðurinn opnaði tjéðann prentara kom í ljós að prentarinn var eins og koddi, fullur af fiðri að innan (prentarinn var víst of nálægt fuglabúri Spámannsins, auk þess sem að það var sport hjá dýrinu að hlaupa ofan á prentaranum).

Annars er lítið að frétta af Spámanninum þessa dagana. Hann lá heima með hroðalega flensu um helgina og því urðu að engu áform Spámannsins um að spírítusneyslu um helgina. Þess í stað innbyrti Spámaðurinn gríðarlega marga tebolla. Spámanninum leiðist veikindi og því reyndi hann allt til þess að reyna að losna við þau. Því bruddi Spámaðurinn panódíl, drakk hóstamixtúru, bruddi hálsbrjóstsykur, drakk allskonar heilsute og úðar efnasamböndum í nef sér.
Þegar Spámaðurinn las pappírana sem fylgdu með nefúðanum kom í ljós að of stór skammtur af mentólhorstyllandikvefstöðvandi nefúða getur valdið "ofsakæti" (auk hjartsláttartruflana og hækkun blóðþrýstings). Þegar Spámaðurinn las þetta íhugaði hann í örstutta stund að misnota úðann og úða áttföldum skammti af mixtúrunni upp í nef sér, en fljótlega tók heilbrigð skynsemi völdin aftur og hann hætti við.



Í veikindunum stundaði Spámaðurinn sjónvarpsgláp af kappi, en þar sem Spámaðurinn horfir yfirleitt ekki mikið á sjónvarp kom honum margt á óvart. Nánar tiltekið: Allt hið nýstárlega sjónvarpsefni sem kallað er "raunveruleikasjónvarpsþættir". Nú getum við horft á Amerískar konur vera tálgaðar til og fylltar eins og kjúklingar með sílíkoni og bótoxi þar til þær uppfylla kröfur um staðalfegurð, horft á leigubílstjóra og viðskiptafræðinga búa á eyðieyju, horft á stelpur sem virðast meir og minna vera grautarhausar keppast um fyrirsætusamninga, við getum horft á ameríkana borða nautsreður og ánamaðk fyrir pening, við getum fylgst með akfeitum Bandaríkjamönnum svitna á hlaupabrettum og síðast, en ekki síst, getum við horft á Heiðar snyrti gefa fólki sem kúkar á gólfin heima hjá sér ráð um hvernig er best að ná blettum úr gardínum. Spámaðurinn vissi svo sem að þetta efni væri til, en hafði aldrei þolinmæði til þess að horfa á heilann þátt af neinu frá upphafi til enda, fyrr en nú. Samkvæmt heimildum Spámannsins er til mun grófara og siðlausara efni sem því miður hefur ekki verið tekið til sýninga á Íslandi (amk. ekki enn).
Spámaðurinn veit ekki hverju hann á eftir að svara barnabörnum sínum þegar þau spyrja: "Afi, hvernig var að vera uppi á raunveruleikasjónvarpsþáttatímabilinu?". Verður þetta það sem kynslóðar Spámannsins verður minnst fyrir? Foreldrar okkar átu LSD og dönsuðu allsber... Við horfum á fólk borða LSD og dansa allsbert í sjónvarpinu. Allir nema einn fá rós/útskorið apahöfuð/ljósmynd/ sem táknar að þú ert einn dag í viðbót á skjánum...Úrhrakið deyr fjölmiðladauða og hverfur af skjánum.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter