<$BlogRSDURL$>

Tuesday, May 23, 2006Monday, May 01, 2006


"Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman."

Góðann dag.
Vorboðar flykkjast til smáborgarinnar í formi miskrumpaðra brjóstaskora, fáklæddra rauðbirkinna sólbruna, táningahjarða og spriklandi erfingja í barnavögnum. Á Klambratúni ýta dömurnar úr „Beðmál í borginni“ barnavögnum á undan sér með annari hönd en nota hina til að súpa á sojalatté í endurunnu pappaglasi með fitulausri vanillufroðu, nutrasweet og muldum furuhnetum á meðan húðflúraðir handleggir draumaprinsa þeirra dingla kæruleysislega út um glugga á nötrandi bassakeilu á hjólum við laugaveginn.


Spámaðurinn verður bráðum handhafi skírteinis... Nei góðir lesendur, ekki er það ökuskírteinið, ekki skírteini til að drepa fiðrað sköpunarverk himnasmiðsins á fjalli og ekki er það byssuleyfi.
Spámanninum verður innan skamms afhent BA próf í föndri.
Að því loknu er heimurinn ostra hans.
Spámaðurinn er að setja sig í stellingar til að skekja undirstöður alls sem þið, sauðsvartur almúginn, hafið ávallt talið vera rökræna flatneskju tilveru ykkar... Ekki vegna þess að BA próf í föndri er eitthvert veiðileyfi á grundvallarkenningar heimspekinnar eða veiti Spámanninum einhverja ofurkrafta...Heldur vegna þess að Spámaðurinn er loks að nálgast heimspekilegann kynþroskaaldur og senn mun því springa út eins og blóm á grunnhyggnum gluggakaktusi og ausa yfir heiminn frjókornum sínum... Hinsvegar er hinn óheimspekilegi fengitíma á leið í djúpa lægð, þar sem það þykir flottara að vera "listnemi" en "listamaður" (amk ef þú ert inni á djöfullegri knæpu og ein af hórum Satans spyr þig hvað þú starfar).

En skítt með það allt. Spámaðurinn er á leið til lands hafmeyjunnar í neysluorgíu þar sem ælutaumur mun renna um kinn eftir ofneyslu öls, smurbrauðs og prins sígaretta.

Upphaflega ætlaði Spámaðurinn að tylla sér á stól í reykfylltri knæpu í lundúnaborg og raupa um kvenmannsbotna með Sherlock Holmes, en örlögin tóku málin í sínar hendur, það fannst sprunga í vegg á húsi í norðurmýrinni og Spámaðurinn neyddist til að múta konungum og prestum til að fylla upp í sprunguna...
Því varð ódýrari kostur (en þó engu verri) fyrir valinu.

En það skiptir engu... Allt handan hafsins er jafnfreistandi í augnablikinu.This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter