<$BlogRSDURL$>

Monday, January 31, 2005


"Ár skal rísa
sá er á yrkjendur fáa
og ganga síns verka á vit."

Gott kveld.
Spámaðurinn situr núna á gangi í skólanum hjá sér og á að vera að skrifa ritgerð. Eins og lesendum Rassgatholusarguðspjalla er kunnugt um var Spámaðurinn skyndilega sendur aftur til hins forsögulega tímabils þegar risavaxin skriðdýr drottnuðu yfir jörðinni, þegar að tölva Spámannsins laut í lægra haldi gagnvart náttúruöflunum.
Þrátt fyrir það virðast vinsældir Rassgatholusarguðspjalla aldrei hafa verið meiri.
Spámaðurinn fékk hland fyrir hjartað þegar hann skoðaði teljarann á síðunni hjá sér. Á degi hverjum auðga sextíu manns anda sinn og öðlast himneska upphafningu með því að lesa Rassgathole.
Spámaðurinn veit ekki hver ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun er, en síðast þegar Spámaðurinn athugaði rafræna sálnateljarann voru aðeins sex lesendur á dag, þessir sex hafa nú margfaldast með tíu. Máski les öll sinfóníuhljómsveit íslands Rassgathole einu sinni á dag?
Spámaðurinn áttar sig samt á því að frægðin er fallvölt.




Wednesday, January 26, 2005

Læknar hafa úrskurðað tölvu Spámannsins látna...
Spámaðurinn er augljóslega fórnarlamb svikamyllusamsæris "Þeirra", en "Þeir" vilja ekki að Sannleikur Rassgatholusarguðspjalla nái til almúgans...
Spámaðurinn er að undirbúa mótleik gegn lúalegum börgðum "þeirra", sem felst í því að sökkva sér í skuldafen og kaupa sér nýja tölvu.

Spámaðurinn saknar internetsins...Hann hefur ekkert að gera seint á kvöldin...Engar keðjureykingar fyrir framan skjáinn á meðan vídeóið af apa í karate/balletdansara að detta af sviðinu/nautabana sem fær horn í afturendann er að hlaðast og dauðlegir menn sofa.
Og það að sitja inni á borgarbókasafninu er einfaldega ekki eins...Enginn bolli af melrose, ekkert golden-ský, engin tónlist...Ekkert af því sem guðlegur andi þarf til að upphefjast á astralplanið.
Auk þess á Málpípa Himnanna erfitt með að einbeita sér þegar öldungar skylmast með stöfum sínum fyrir aftan hann, hér á kaffistofu borgarbókasafnsins.
Spámaðurinn er yngstur á þessari kaffistofu, og sá sem er næst-yngstur er 40 árum eldri en Spámaðurinn...Því getur Spámaðurinn hamrað þessar setningar á lyklaborðið óhræddur, því það eru litlar líkur á því að nokkur maður hér sjái annað en litla maura sem iða í móðu sjóndepurðar á skjá Spámannsins.

Þolinmæði, kæru lærisveinar, þolinmæði: Senn líður að Upprisu Rassgathole!

Friday, January 07, 2005

Heyr mig ó dýr merkurinnar.
Tölva Spámannsins er andsetinn, og hefir Spámaðurinn tapað rafrænni aleigu sinni. Spámaðurinn situr nú við tölvu á borgarbókasafninu og hamrar Rassgatholusarguðspjall á þetta allragagnslyklaborð sem ber eflaust allskyns banvænar farsóttir. Fyrir aftan Spámanninn er öryrki sem krefur fólk af handahófi svara við spurningunni "Trúir þú á guð?"...Ef hann bara vissi að Frelsari Mannkyns situr hér og snýr baki í hann.
Sumsé, Tölva Spámannsins var vegin af vírusi, og Spámaðurinn tapaði rafrænni aleigu sinni... Allri tónlist, ljósmyndum, ritgerðum, ritsmíðum, photsjoppdrasli...osfrv osfrv.
Spámanninum finnst hann vera með lík inni í stofunni hjá sér...Aðeins líflaust hulstur án sálar, án innihalds...Músin hangir máttlaus fram af borðbrúninni.

Nú er tímakóðinn sem Spámaðurinn fékk úthlutað að renna út...svo Spámaðurinn kveður.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter