<$BlogRSDURL$>

Monday, March 29, 2004


Þessi mynd sannar að messías er kort af hofi Salómons konungs.

Gott kveld.
Spámaðurinn vakir enn, það er hálfgerð synd að vaka ekki frameftir þegar maður þarf ekki að vakna klukkan hálf sjö.

Spámaðurinn hefur verið að velta fyrir sér ónauðsinlegum lýtaaðgerðum. Slíkar aðgerðir eru hið besta mál, þær eru merki um framför þjóðfélagsins. Spámaðurinn hefur reyndar lítinn áhuga á tálguðum nefjum og plastbrjóstum. Þetta er í raun orðið að íþrótt. Íþrótt rjóma þjóðfélagsins er ekki lengur krikket (Þess má geta að þó að rjóminn fljóti efst, endar alltaf með því að skánin á botninum flýtur upp líka, gott dæmi um slíkt er John Travolta).
Nú er ég ekki að tala um leiðinlegar aðgerðir eins og stækkun á vörum eða þunnar kjötsneiðar tálgaðar af rössum, það er ekkert spennandi lengur. Hér á ég við listræna tjáningu þar sem miðillinn er skurðaðgerðir og galleríið er líkaminn. T.d. Michael Jackson, sem er ávallt gaman að fylgjast með, enda minnir hann núorðið á lukkutröll hljómsveitarinnar Iron Maiden þessa dagana. En hann er nú samt ekkert spennandi þegar maður spáir í hugrekki annarra eins og t.d. hennar Amöndu Lepore, sem eitt sinn var karlmaður sem breytti sér fyrst í nokkuð laglega konu, en gekk síðan alla leið og breytti sér í uppblásna ríðudúkku.

Þess má geta að þegar spámaðurinn var að leita að mynd af henni rakst hann einnig á nokkrar nektarmyndir sem að verður aldrei hægt að lýsa hér (og þar sem spámaðurinn þjáist fyrir syndir ykkar sleppir hann því að setja þær hér á síðu sína...í bili a.m.k).
En já, þetta er persónuleg og listræn tjáning sem að seint fellur úr minni. Svona aðgerðir kosta fjall af peningum, og þegar að maður(eða kona) er kominn með svona risa túttur fyrir varir kostar að láta pumpa í þetta.
Sumir listamenn tala stundum um hvað þeir myndu gera ef þeir ætti endalausann pening og oftast ratast þeim eitthvað á munn á borð við: "...Já þá mundi ég sko gera átta hæða skúlptúr úr gleri og saffroni sem yrði kennileiti sýzlunnar sem hann stendur í og Gillian Anderson myndi strippa fyrir framan hann á hverjum degi"
...Iss, svona tal er ómerkilegt, þessar skurðaðgerðir sem ég hér tala um eru það sem listamenn með endalausann aðgang að peningum ERU að gera í dag. Ekki bara eru þessi verk "sjokkerandi" í augum almennings, heldur vekja þau undrun og spurningar áhorfenda. Sjokkerandi er einmitt það sem sumir sækjast eftir en nálgast aldrei...Hver man ekki eftir konunni sem gekk nakin niður laugaveginn með gítar? Maður hefur oft séð naktar konur í fjölmiðlum (og módelteikningu, sem er sennilega besta tól í heimi til að láta fólk fá leið á að horfa á nakið hold), og því er ekkert spennandi að sjá nakta konu lengur. Nei hún hefði svo sannarlega fest sig í minni fólks ef að hún hefði verið nakin og búin að breyta sér í eitthvað verulega óvenjulegt. Nekt er ekki nóg lengur, við viljum fá að sjá frávik.
Kannski er þetta arfðleifð gömlu "freakshow-ana", en þangað kom fólk langar leiðir til að sjá konur með skegg, dverga, magadansmærar, risa, fólk með hreistur...o.s.frv. En nú er þetta ekki spurning um að vera svo óheppinn að fæðast með hreistur, nei, í dag er það spurning um VAL!!! (auðvitað fæðist fólk enn með hreistur af og til, en það hefur ekkert val) En aðdráttaraflið er enn það sama, að sjá frávikin sem þetta fólk er. Ég tel að einhverntímann í framtíðinni muni grímurnar falla (orðaleikur) og það muni koma í ljós að frávik nútímans voru í raun skipulagður hópur listamanna.
Hérna er Pete Burns, söngvarinn úr "Dead or Alive" sem sömdu meðal annars hittarann "You spin me round"


Sumir hafa haldið því fram að hann sé á svipuðum slóðum og Amanda í myndlistinni og sé að skapa einhverskonar ríðudúkku, en ég efast um það, og ef sú er rauninn þá hefur hann ekki farið alla leið, því hann heldur enn typpinu.
En það er erfitt að vera alltaf falleg myndlist.
Hér er hægt að sjá mynd af honum án farða (myndin í miðjunni) og þá tekur verkið á sig allt aðra mynd...Minnir mig á sprungna blöðru.

Sumir ganga jafnvel enn lengra en ríðudúkkan Amanda. T.d. Jocelyn Wildenstein, fyrrverandi leikkona, sem að giftist einmitt einum stærsta listaverkasala Bandaríkjanna (þar í landi eru peningar stundum viðloðandi myndlist), en hann er einmitt moldríkur og gat veitt elskunni sinni allt sem hún vildi. Jocelyn keypti sér fullt af dýrum til að hafa sem gæludýr (hún á víst nashyrning og gíraffa), sérstaklega dýrum af katta-ætt eins og ljón, tígrisdýr, gaupur...o.s.frv en alltaf þótti henni vænst um hlébarðann sinn. Fyrst lét hún strekkja á andlitinu á sér og laga sig svona örlítið en svo kom sá tími að hún ákvað að sitja ekki lengur á höndum sér heldur fara til læknis og láta hann einfaldlega breyta sér í hlébarða.


Hún einfaldlega bað lækninn um að gera sig eins líka hlébarða og hægt væri. Hún gekkst svo undir fjöldamargar aðgerðir sem tóku nokkur ár.
Og hér er mynd af hlébarða, til samanburðar:

Svona leit hún út áður en hún fór í allar þessar aðgerðir:


Engann skal þó undra að ríka og fræga fólkið skuli allt í einu snúa sér að djarfri cutting-edge myndlist eins og dæmin hér á undan sýna, enda eigum Íslendingar sjálf okkar eigin smækkuðu útgáfu af þessu fyrirbæri, sem dæmi má nefna alla þessa leikara sem fara skyndilega að taka upp hjá sér að mála og halda sýningar, t.d. Siggi Sigurjóns sem málar uppáhalds laxveiðiárnar sínar.
Þá er einnig vert að geta þess að sennilega er þetta mjög hollt hobbí fyrir frægt fólk í Hollywood, því að það einbeitir sér eingöngu að myndlistinni og er því ekki hætt við að lenda í vitleysu eins og eiturlyfjum eða hinni alræmdu Vísindakirkju sem tilbiður geimverur, heldur því fram að maðurinn sé kominn af hörpudiskum (sumsé að maðurinn hafi þróast útfrá hörpudisknum) og geymir börnin sín í einangrunartönkum (meðlimir eru t.d. John Travolta, Nicole Kidman, Kelly Preston, Tom Cruise og Lisa Marie Presley).
Til gamans læt ég hér fylgja með mynd af John Travolta (á sínum yngri árum) að hreinsa geimveru-árur úr líkamanum með áru-hreinsunarvél vísindakirkjunnar (ég er ekki að skálda):


Já...Nú er Rassgatholusarguðspjalli lokið í kvöld, sæl að sinni.


Gefjun dró frá Gylfa
glöð djúpröðul óðla,
svo að af rennirauknum
rauk, Danmarkar auka;
báru öxn og átta
ennitungl þar er gengu
fyrir vineyjar víðri
valrauf, fjögur höfuð.


Gott kveld.
Spámaðurinn svaf eitthvað lítið í nótt (sennilega vegna þess að hann er berdreyminn) og því er dagurinn búinn að líða í undarlegu ástandi þar sem spámaðurinn er einungis að bíða kvelds til þess að geta skriðið í bælið og rotast. Sumsé, eftir skólatíma var spámaðurinn kominn heim að drekka te gráa jarlsins og láta angurværa tóna Billy Holiday-ar sefa sig og róa...
Og þannig hefur allur dagurinn liðið í hálfgerðri þreytuvímu. Nú er komið kvöld og án þess að breyting hafi orðið á þessu ástandi: Frelsari mannkyns situr enn og sötrar te og hlustar á Billy sína...


En þrátt fyrir þetta er spámaðurinn búinn að koma miklu í verk, enda búinn að vera að rissa á meðan hann situr og sötrar, milli þess sem hann hefur tekið pásur og farið á www.crimelibrary.com og lesið hrollvekjandi frásagnir af mannígum morðingjum (en það er allt í lagi, því svoleiðis gerist aldrei hérna).
Svona ættu allir dagar að vera, angurværir dagar, fullir af leti, snjór úti og ofninn í botni...
Þrátt fyrir þægindi dagsins er ýmislegt sem þjakar frelsara mannkyns (fyrir utan náttúrulega syndir heimsins), það sem vegur þyngst eru hræðileg blankheit.
Nú eru aðeins tveir dagar til mánaðarmóta, síðustu daga hefur ekkert verið hægt að borða nema hrökkbrauð og skyr, en nú er sá brunnur uppurinn og heimili vort er nánast tómt af öllu ætilegu, þegar halla fór undan fæti át spámaðurinn meir að segja niðursoðna hamborgarann sem hann keypti í fyrra (Guðlaug afþakkaði) og bragðaðist hann eins og hamborgari sem einhver hefur velt uppúr sandi og tómatsósu.

...Hérna er smá glaðningur fyrir Órasjón farana sem trúðu mér ekki þegar ég sagði þeim frá kattaskíts-kaffinu:
Kattaskítskaffi
Þið sjáið kannski núna að það á aldrei að draga orð spámannsins í efa.

En nú verða orð frelsarans ekki fleiri í dag, sjáumst að sinni...

Endilega komið með einhver komment á Rassgatholusarguðspjall...



Saturday, March 27, 2004


Í birtingu ómuðu langdregnir lúðurhljómar um nes og víkur.
Austurhiminninn glóði. Þeir sem sneru andliti í austur
og biðu sólar urðu rauðir á hörund og hár.

Hlustið ó skepnur gresjunar:
Spámaðurinn hefur undanfarið verið að velta fyrir sér eðli rómantíkur. Hvað er rómantík? Rómantík er í mörgum tilfellum þvingað augnablik, t.d.. eiginmaðurinn sem hefur stráð rósablöðum í kringum rúmið í svefnherberginu, kveikt á kerti gefur frá sér sápulykt þegar það brennur og setur "Whiter shade of pale" á fóninn. Augnablikið á víst að vera rómantískt. Rómantíkin brýst einnig oft fram í kvikmyndaferðum og gönguferðum í tunglskini, eða óvæntum gjörðum. Mörgum finnst einnig mjög rómantískt ef að Jón Meðaljón tekur upp á einhverju óvæntu. En hvar liggja mörkin? Er það rómantískt að koma konu sinni að óvörum? En að koma henni að óvörum með því að tilkynna henni: "Elskan, í dag fljúgum við beint til tíbet og eyðum næstu átta vikunum í munkaklaustri þar sem er bannað að tala og borða kjöt (refsingin er tveggja daga svelti og hýðing), ég er búinn að kaupa miðana...", eða spyrnir slík hegðun gegn velsæmi og rómantískri tilfinningu fólks?
Hérna er stuttur pistill um rómantík í samhengi við list og listumhverfi eftir listamann sem kallar sig "Hotbutter", mér fannst mikið til í orðum hans:

Eðli rómantíkur (í sumum tilfellum):

"Rómantík hefur með listhneigð að gera. Hvað er rómantík annað en upprót í sálarkima sjálfsins? Stundum er rómantík afbrýði, stundum ofsafengið brjálæði, en stundum bara nakinn logi í gusti ástleysis. Er hægt að upplifa hitann frá honum þrátt fyrir gustinn verður þú að nota hugann sem verkfæri, því gusturinn eyðir hitanum. Verkfæri og rómantík koma sjaldan saman án þess að eitt drepi annað. Verkfæri, verkfæri...

Já, verkfæri!

Við verðum samt að varast að selja rómantíkina sem vöru á altari nytja! Því um leið og verkfærið er ónýtt getur verkið fyrst hafist. Nú munu margir sennilega spyrja sig: \"En hvernig getur verkfæri verið notað til huglægrar upphafningar án þess að það sé nothæft?\"
Því mun ég koma að síðar. Fyrst vil ég útskýra hugtakið verkfæri. Verkfæri eins og ég nota það er ekki hið and-náttúrulega verkfæri sem notað er til þess eins að sjúga tárin úr berki trés hinnar andlegu upphafningar/endurómun hugans. Verkfærið er heldur ekki unnið úr upptættum eðalmálmum né upprifnum skönkum móður okkar allra. Nei verkfærið er ekki vél í mínum skilningi, ekki tæki sem hreyfir sig á móti snúningi jarðar! Nei, hugurinn er ekki vél! Heldur straumur!
Nú hafa menn bent mér á að til að virkja strauminn verðum við að beysla ár og vötn. Við þessa menn segi ég: NEI! virknin felst í að samsama sig straumnum, og, eins fáránlega og það hljómar: Finna sinn innri fisk. Fiskurinn vinnur með straumnum án þess að brjóta upp hinn eðlilega hljóm og takt nátúrunnar. Og þegar tveir hugar mætast, sá er virkir strauminn með beyslun, og sá er hefur fundið sinn innri fisk. Þá verður fiskurinn einungis fórnarlamb umhverfis sem honum er ekki tamt (svo fór með mig og fyrrverandi spúsu mína).

Næstu skref ættu að vera nokkuð augljós. En að vinna með straumnum getur krafist mikils, og oft verður útkoman listræn. Listræn að því leiti að leitun innra sjálfsins eftir súrefni, sem við erum vön að anda gegnum nef og munn en ekki tálkn, brýst út sem form á striga, ljósmynd í ramma, teikning á blaði...eða jafnvel sem vara í hagkaup. Eftir að þeim punkti í ferlinu er náð, ættu næstu skref að vera augljós.

Rómantíkin verður því hugarástand sem að næst einungis í gegn með leit eftir súrefni í þungum straumi sem við sjálf höfum skapað með því að nota hugann sem verkfæri.

Takk fyrir."


Já, það er ekki mikið sem ég get bætt við þetta, en hinsvegar verð ég að segja að ég átti erfitt með nokkur þrep af þessu ferli sem hann talar um.
Kannski er það bara vegna þess að ég er orðinn svo ónáttúrulegur.


Ertu í stuði fyrir sól og romm?
Spámaðurinn skipar þér að halda á víðann völl kazaa eða limewire og sækja strax lagið "Jamaica" með sænsku reggíhljómsveitinni "Kalle Baah".



Friday, March 26, 2004


Per me si va ne la città dolente,
per me si va ne l'etterno dolore,
per me si va tra la perduta gente.

Spámaðurinn er enn að velta fyrir sér endurkomu gullaldarinnar. Endurkomu besta miðils í heimi. Nei, hér er ekki verið að tala um útfrymisgubbandi sjáanda, heldur miðilinn útvarp.
Í fjöldamörg ár átti mannskepnan í hamslausu ástarsambandi við útvarpið. Útvarpið er nú ekki lengur elskandi okkar, heldur orðin útjaskaður backöpp-elskhugi sem við tökum einn snöggann með á meðan við keyrum út í búð (þegar ég segi "við" meina ég mannkynið sem slíktt, sem er yfirleitt á hjólum). Já, við höfum ekki farið vel með þessa ástkonu okkar sem hefur sagt okkur margar sögurnar, vakað yfir sjómönnum okkar (tilkynningarskyldan), sagt okkur fréttir og spilað fyrir okkur tónlist. Onei...nú er öldin önnur.
Spámaðurinn íhugaði reyndar að gera útvarpsþátt (eða jafnvel fónógram) í stað þess að blogga í upphafi krossferðar þessar, en komst að þeirri niðurstöðu að útjaskaður elskhugi sem er kominn af besta skeiði er því miður ekki jafn ákjósanlegur kostur og hraðskreiði elskhuginn á blómaskeiði sínu sem internetið er.
En já, sá/sú eldri hefur, þrátt fyrir það, ákveðna fágun og glæsileika sem aðeins fáum er gefin.
Því mælir Aggi með því að lesendur slökkvi ljósið, hiti sér bolla af Melrose og copy/peisti þetta URL:

http://www.sherlock-holmes.org.uk/Media/Radio/Radio_Plays/Non-Canon/Rathbone-Bruce/The_Murderer_in_Wax/1946-01-07_Murder_in_Wax.MP3

...Og láti svo hina seiðandi Hollywood-galdra fortíðar draga sig á vit ævintýranna

Þess má geta að Basil Rathbone (Sherlock) og Nigel Bruce (Watson), mennirnir sem við sjáum hér á mynd, voru gríðarlega frægir og voru fáir útvarpsmenn jafn vinsælir og þeir á sínum tíma og var fleiri en 200 þáttum útvarpað. Enda kemst enginn með tærnar þar sem þessir herramenn eru með hælana hvað varðar fágun og leikhæfileika.
Verðið vitni að leiksigri þeirra kumpána í sögunni um "Vaxmorðingjann", sem var útvarpað í hermannaútvarpinu árið 1946...

Góðir hlustendur, við þökkum samveruna, útvarp Rassgathole bíður góða nótt...

Tuesday, March 23, 2004

Minnir mig á Lukku Láka:


Fanée! hélas!
ce sorcier que Dieu damne
M’ a porté malheur!
Je ne puis, sans qu’elle fane,
Toucher une fleur.

Spámaðurinn hefur haft lítið að gera og því ekki haft tíma til að ata síðuna guðdómlegum vísdómsperlum um skeið...En nú ætti hann að gera ærleg handtök í einum grænum, en í stað þess tekur hann upp á því að halda áfram að skrifa í rafrænu heimildina um daga boðbera sannleikans á jörðinni.
Enn er Spámaðurinn að velta fyrir sér eðli bloggsins, og hvaða hlutverki rafrænar dagbækur þjóna í daglegu lífi.
Virtir og merkir þjóðfélagsþegnar eins og Björn Bjarnarson og Gillian Anderson eru með blogg. Spámaðurinn er með blogg líka, en það er engin venjuleg alnets-dagbók því að spámaðurinn segir það EINS OG ÞAÐ ER!!!
Samt, spámaðurinn hefur hagað því svo að örfáir útvaldir sjá skrif hans...Hvers vegna? Hvers vegna notar spámaðurinn ekki bara tól nútímans til þess að fá athygli almennings? Ef að spámaðurinn hefði kosið að stíga á jörðina í formi baksíðustúlku hjá "séð&heyrt" frekar en í líkama sem tilheyrir pattaralegum listanema? Kannski felts lexía í því? Hmmm...Jesú var aðeins með 12 lærisveina, ekki satt? (Þú lesandi góður ert lærisveinn!)

En hversvegna skrifar breiðholtsdraugurinn í rafræna dagbók? Er það vegna þess að "Maggi á lyftaranum" úr vinnunni hefur áhuga á því hvaða bækur hann les? Eða vegna þess að hann heldur að "Maggi á lyftaranum" hafi áhuga á því? Eða kannski hefur "Maggi á lyftaranum" sagt honum að þetta sé þerapjútísk hreinsum andans? Varla... Kannski felst í því ákveðin útrás, ákveðið karnival egósins? Eða hvað?
Er tími 15 mínútna Warhóls kominn? Eru þetta þessar skitnu 15 mínútur? Að einhver lesi um hvað þér finnst um nýja diskinn með Sugarbabes og haldi svo áfram að lesa þangað að til hann áttar sig á því að hann er að lesa skrif hálfþrítugs karlmanns um hvernig hann spilaði badminton í sundskýlu og hætti þá lestrinum? Hvað er frægðin annars? Er bloggið kannski útgáfa af ensku slúðurfréttablöðunum án fræga fólksins? Þaes. í staðinn fyrir að tala um dauða Díönu prinsessu les fólk núna skrif táningsstelpu sem talar um hversu góður kærasti hennar var við hana þegar hundurinn hennar dó? (nota bene:varaðu þig stelpa, hann vill bara komast oní brækurnar þínar...Honum var alltaf sama um hundinn)

Já, ef að einkalíf stjarnanna er svona áhugavert, afhverju er einkalíf Siggu í bræðslunni það ekki líka? Jú, það er það...Eða kannski verður það áhugavert við það eitt að það er skrifað niður? Það er að sjálfsögðu mjög áhugavert ef að hún fer að skrifa um eitthvað óvenjulegt eins og óvenju margar og langar klósettferðir hans Svenna sem pæklar tunnurnar...Máski fyllist lesandinn forvitni og les dagbókina á hverjum degi í þeirri von að einhver útskýring fáist á þessum fjöldamörgu klósettferðum? Og á meðan lesandinn leitar eftir því að fá þessa útskýringu rekst hann á fleirri hluti, kannski skrifar Sigga um það þegar hún hélt hún væri ólétt, eða jafnvel gefur hún lesandanum fleirri dularfulla hluti til að velta fyrir sér, eins og t.d. spyr hún hversvegna Svenni skoðar allar teðskeiðarnar í kaffistofunni áður en hann velur sér eina til að setja ofan í kaffibollann sinn...Og svo keppast lesendur við að svara þessum spurningum (samt undir nafnleynd, en með auglýsingu fyrir heimasíðu sína) Kommentakerfið hjá Siggu fyllist af lélegum bröndurum eins og: "Hann er að leita að skeiðinni sem hann var ekki búinn að troða í rassinn á sér" og æstir lesendur keppast við að skrifa besservisserasvör eins og "Auðvitað er hann að leita að hreinni skeið" eða "ég geri þetta alltaf vegna þess að ég hata bletti á skeiðum"...
Þetta er nefnilega gagnvirk skemmtun fyrir lesendur...Samt er alltaf skemmtilegast að lesa skrif þeirra sem augljóslega eiga við andleg vandamál að stríða, eru á einhvern hátt sérvitrir eða hafa öfgafullar skoðanir á einföldum hlutum (t.d. menn sem skrifa skapandi um hvaða pyntingum þeir myndu beita "tjéllínguna sem var fyrir framan mig þegar ég var að keyra á miklubrautinni maðuuur tuuuussa! Kanniggi keyra!"...)
Er það þá hlutverk almúgans? Mun hann lesa skrif þeirra sem á einhvern hátt skera sig úr? Er það þá hlutverk þeirra sem skera sig úr? Að skrifa fyrir almúgann til að skemmta honum?
Er það æskileg framtíð? Er það ekki svolítið kalt? Er hlutverk stelpunnar sem er að reyna að megra sig en skrifar samt með grátstafinn í fingurgómunum um það hvernig hún vaknaði og sauð fjögur egg um miðja nótt, að skemmta okkur hinum?
Að sjálfsögðu kunna ekki allir að meta þessa skemmtun og kannski vanmet ég hið gríðarstóra hlutverk sjónvarpsins hvað þetta varðar. Eða jafnvel endurkoma útvarpsins? (þeas. Ný gullöld útvarpsins renni upp, því trúi ég amk. alveg). Kannski verður sú mikla endurreisn útvarpsins til þess að bæta fólk á þessum síðustu og verstu tímum? Það er aldrei að vita! En að sjálfsögðu munu einhverjir bjálfar sjá til þess að útvarpið verði gagnvirkt og fljótlega myndi maður ekkert heyra í því nema einhverja bjálfa sem nota orð eins og "lol", "wtf" og "stfu", skammtstafanir sem eru skuggahlið internetsins (nú þegar er ég farinn að verða var við unga kynslóð veggjakrotara sem skrifar "wtflolrotf" við hlið verka sinna)...
Er endurkoma útvarpsins þá dæmd til að verða og svo eftir svona 50-70 ár dæmd til þess að falla í þann ormapytt sem flestir miðlar hafa fallið í?

Við munum ekki komast að því nema að við prófum það! Ég hefði amk. ekkert á móti því að upplifa annað tímabil þar sem útvarpið drottnar yfir öðrum miðlum! Og svo væri það bara gott fyrir fjölskyldulífið, en eins og allir vita er ekkert jafn heilbrigt og að sitja með Fatima sígarettuna og Petri hvítvínið sitt eftir að hafa fengið sér Heinz baunir og kíníntöflur frá Hilsbro, með skínandi hár (Kreml Hair-Tonic) og hlusta á góða hryllingssögu eftir kvöldmatinn...
Gagnvirkt útvarp hefur hinsvegar fært okkur viðundur ljósvakans á borð við "Þjóðarsálina"...Nei, best er að þiggja og hafa enga leið til að hafa áhrif á dagskrána nema í formi bréfa sem eru skrifuð með blekpenna...
Ef við snúum ekki aftur til fortíðar munum við enda eins og Zager&Evans spáðu fyrir um: Í framtíð þar sem vélar ganga fyrir okkur, við getum ekki lyft höndunum og þurfum ekki að tyggja matinn okkar!



Sunday, March 21, 2004

Eg man jötna
ár um borna,
þár er forðum mig
fædda höfðu.
Níu man eg heima,
níu íviði
mjötvið mæran
fyr mold neðan.


Saturday, March 20, 2004

Góða kveldið.


Spámaðurinn hefur gengið með baug úr silfri á fingri sér í 4 ár (á morgun reyndar, en nú er löngu komið miðnætti...svo), innan á honum eru tölurnar 21.3.2000 ritaðar (á binary þýðir það: "one ring to rule them all...o.s.frv. Skemmtileg tilviljun) en utan á honum er ritað nafnið "Guðlaug"...Útvalinn kona spámannsins (sú sem þorpsbúarnir bundu við staur til að fórna henni til spámannsins) ber svipaðann hring, nema hann ber nafn spámannsins utan á honum og er svo smár að hann kemst ekki einu sinni upp á litla fingur spámannsins.
Já, fjögur ár síðan líbídó og mójó spámannsins var hamið og tamið af forritaranum knáa... Margir myndu hér setja myndir af bleikum böngsum með blómum og fiðrildum...En ég ætla að láta myndina af hringfíklinum Gollri nægja...


Friday, March 19, 2004

Spámaðurinn komst að því að mikið hefur verið skrifað um starf hjúkkunnar í gegnum tíðina...Aldrei grunaði mig að ég væri svona mikið kyntákn. Hér eru nokkrar kápur af bókum um hjúkrun:















Hmmm...Ég vann stundum á næturvöktum...

Hérna er mynd úr tölvuleik um hjúkkur (sennilega gerður til að hjálpa hjúkrunarnemum,kannski ætti að kalla þetta "hjúkrunarhermi?):


Hérna er cover af myndbandi um hjúkrun... Ég man nú reyndar ekki til þess að hafa þurft að vinna við þessar kringumstæður:

Hérna er annað cover af myndbandi um hjúkrun...Ég er nokkuð viss um að ég myndi skrifa bréf til verkalýðsfélagsins ef þetta væri hluti af vaktinni








og svo er þessi gullmoli frá 1920...Ég held að titillinn segi allt sem segja þarf um mig og Palla...




Jamm jamm...Spádómur dagsins verður stuttur í spuna (máski bætir maður við í kveld ef spámaðurinn fer ekki út að fá sér glas eða tvö af veigum guðanna)...Spámaðurinn hefur setið í sólinni og hlustað á ATK allan fyrripart dags (ATK eru náttlega grjóthörðustu frönskumælandi Le Gangstereux í heimi). En máski þarf kæruleysi að víkja fyrir guðdómlegum aðgerðum...Farinn niðrí bæ að verða mér útum bækur og fleirra þessháttar...
Ah, já svo heyrðist eitthvað and-kristið muldur um að lúkkið á síðu spámannsins væri stolið...Við því á ég aðeins eitt svar: Biblían er oftast svört bók...Þýðir það að hún er að stela frá anarchist cookbook? Eða Mormónabókinni?
Neeeei ég held ekki...

Thursday, March 18, 2004

Jahá...Ég hef lært ýmislegt af þessum sjálfsprófum...t.d. það að maðurinn í lífi mínu vill ekki giftast mér, þetta verður sjokk fyrir hann Pál minn, en við vitum báðir að það er ekki hægt að rökræða það sem sjálfsprófin segja manni. Og að hugsa sér að ég hafi gengið með þær grillur í höfðinu að mín innri orka væri dökkblá! Og já ég er víst silfurdreki líka (úúú...ég er sérstakur, ekki sérstakur eins og í sérdeild, heldur sérstakur eins og í SILFURDREKI!)...Og svo er víst þekkingu minni á Harry Potter eitthvað ábótavant.

En já, nú ætla ég að halda áfram heimspekilegum vangaveltum mínum um bloggið og ljóðrænu þess... Ég er enn að velta þessu fyrir mér.
Er bloggið ekki bara póstkort nútímans? Einhver texti sem fólk les eingöngu til að sjá hvort að nafni þess bregður þar fyrir? Kannski verða blogg framtíðar þá örstutt áminning til fólks að maður hugsi til þess? Kannski verður blogg framtíðarinnar bara upptalning á nöfnum? Þá myndi maður bara sjá upptalningu á nöfnum í blogginu, t.d. Siggi, Ragga, Sissí og Maggi (eða ef bloggarinn er kvenmaður og hefur hitt spámanninn: Aggi Aggi Aggi Aggi Aggi)...
En reyndar þjónar bloggið öðrum þörfum líka, því að ég lít svo á að bloggið geti líka fúnkerað sem djúp íhugun í sjálfið (ekki "id" sjálfið, heldur hitt silly) og geti þarmeð hjálpað manni við að horfast í augu við líf sitt og persónuleika...T.d. á ég mjög erfitt með að skilja hvernig það getur verið "röng" ákvörðun að spila badminton í sundskýlu, en þegar að ég les orðin "í dag spilaði ég badminton í sundskýlu" og átta mig á því að þessi orð eiga uppruna sinn hjá mér, átta ég mig á því hversu hræðilegann glæp gegn náttúrunni ég hef framið (og gæti framið aftur, ef fjármálin lagast ekki). Þessi staðreynd veltir reyndar upp fjölmörgum spurningum og sáir efa í hug mér...Kannski er staðreyndin sú að sjálfsskoðunin er ekkert holl? Er í alvörunni gott að halda dagbók? Hvað þá rafræna dagbók sem að er opin öllum? Hvað ef að ég hefði haldið dagbók alla æfi? Er þá ekki sú hætta fyrir hendi að ég myndi skoða hana og hugsa "ó himnafaðir! Ég hef eitt síðustu TÍU árum í að krota á veggi!" (sem ég er reyndar mjög sáttur við) og færi að efast um hvað ég hef gert við líf mitt? Kannski myndi ég bara horfa aftur á farinn veg og ákveða að fara aðra leið? Ekki það að ég sé eitthvað óöruggur með sjálfann mig (ég er með stórt typpi, í alvöru sko) en það gæti samt verið ansi kalt að horfa yfir farinn veg í sífellu og átta sig á því hvað maður hefur Í RAUN gert...Sem er hvað? Ef að maður myndi svo líta á bloggið sitt eftir tíu ár og sjá færsluna: í dag fékk ég mér bláberjaskyr í morgunmat, namm! mæli með því en svo um leið og maður hefur lesið þessa setningu áttar maður sig á því að bláberjaskyr er jú ágætt...Og svo myndi maður blaða í færslunum og sjá þessa setningu á árs fresti og átta sig á því að maður hefur kannski ekkert af viti gert í lífinu nema einhverskonar brenglaða neytendakönnun á mjólkurvörum.

...Að lesa dag eftir dag um hvaða jógúrt maður át, hvaða brauð er í uppáhaldi þessa stundina, hvaða sort maður reykir, hvort manni finnst nýmjólk eða undanrenna betri... Er þessi uppljóstrun nokkrum manni holl??? Að maður átti sig á því að maður hefur lítið gert nema horft á sjónvarp, mælt með því að éta skyr og étið skyr OG AÐ MAÐUR HAFI GAMAN AF ÞVÍ AÐ SEGJA FRÁ ÞVÍ og jafnvel rökræða hvað hinn og þessi gerði í sjónvarpsþætti??? Að átta sig á því að maður hamraði einhverntímann í grárri forneskju setninguna "Gillian Anderson er sexí og mér finnst kaffijógúrt æði" (Gillian Anderson er reyndar sexí og kaffijógúrt er ekki slæmt) er eitthvað sem ég gæti aldrei höndlað. Fyrir utan þá staðreynd að maður áttar sig kannski á því að maður hafi eytt gríðarlegum tíma í það að rita álit sitt á skyri í rafræna dagbók aftur og aftur...
En kannski hef ég algerlega rangt fyrir mér...Kannski er rafræna dagbókin boðberi vitundarvakningar? Kannski er sjálfsskoðunin holl? Það getur líka vel verið að skrifin um skyrið verði merkileg söguleg heimild? Eða jafnvel að þau skrif víki fyrir einhverju allt öðru? Kannski verður það að horfa djúpt í augu sjálfs sín hvatning til þess að gera eitthvað ennþá meira? Ég held að það sé vel raunhæfur möguleiki að einhver myndi lesa rafrænu dagbók sína og segja "Fökkitt, ég er hættur að tala um skyr! Nú er komið að því að kryfja alvöru málefni!" og ganga svo á dyr og fara að kryfja alvöru málefni. Kannski má líka ganga svo langt að segja að rafræna dagbókin gæti jafnvel verið nýtt skref í þróun mannkyns? (Homo-Sapiens-Sapiens-Bloggus)
Og svo getur líka vel verið að það sé ágætt að geta flett því upp hvernig nýja skyrið bragðast til að maður þurfi ekki að prufa það sjálfur?

En hvað finnst ykkur?

Yellow Vibes
Your Energy is Yellow. You are generous, bright,
and expressive. An excellent communicator, you
keep your audience captivated with your
animated storytelling. Sometimes you talk too
much, but when you learn to listen you will be
sought out for your talents to advise.

The communications field appeals to you as a
profession. Public speaking, writing, radio,
acting or teaching would also be good career
choices.


What color is your energy?
brought to you by Quizilla


Dump Him!


He's giving you a clear message - he's not ready to commit for good.

And the way things are looking, he may never be ready.

Don't waste your time on this guy… He makes Hugh Hefner look like an ideal husband.



Is He Marriage Material?
Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


You are an Adventurous Date


Your dating philosophy?

"If it sounds good, go for it"

What haven't you done on a date? You're into creating an extreme, memorable experience.

You're spontaneous enough to be up for almost anything - even jumping out of a plane.



Guys to look for:

Men who share your love of thrills and adventure.

Whether it's backpacking through Thailand,

Or whitewater rafting in the scariest rapids!



What Kind of Date Are You?
Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

kinky isn't a feather...its using the whole damn chicken! and you kno it. you are so kinky that even you are afraid of yourself sometimes.
kinky isn't a feather...its using the whole damn
chicken! and you kno it. you are so kinky that
even you are afraid of yourself sometimes.


What type of SEX do You enjoy?
brought to you by Quizilla

HASH(0x8750090)
You are a gravestone shadow. You denote the
dignity and wisdom of history and memory. You
are foreboding and dignified. You value
tradition and memory because your soul is the
essence of those who lived and bled in the
ancient life you represent. You are slowly
fading from existence. Keep your place in this
story of time by consuming the future that you
find so threatening, for someday it will become
what you are: the past.(please rate my quiz cuz
it took me for freaking ever to create)


What Kind of Shadow Are You? (with gorgeous pics)
brought to you by Quizilla

My inner child is one year old today

My inner child is one year old!


Everything is new to me. I like watching the world
go by around me, and I don't sweat the small
stuff--or the large stuff, either. Just so long
as I stay warm and safe and dry, life's pretty
good.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

magic
Your a Magical Angel!Out of all the angels, you are
the one most afflicted with magic. You can do
many enchantments as well as sorcery. You cant
do black magic, because even though your not so
"pure" your still an angel. A very
kind and curious one at that. Magical Angels
are always very easy-going with humans, but
intrestingly enough, like to expirement with
them with their spells.


What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) This Quiz has amazingly Beautiful Pictures!
brought to you by Quizilla

pummel
Weapons are not your thing. You would prefer to
pummel your opponent to death with your fists
and feet. You show a lot of Honor but some
power still eludes you. I can give you this
power, I can make you stronger, join me.

How would you Murder?
brought to you by Quizilla

Gemini
You should be dating a Gemini
21 May - 20 June
This mate is inquisitive, entertaining and
charming, liberal, broad-minded and youthful.
Though Gemini has a tendency to be impatient,
gossipy and sometimes irritable, this twin has
the ability to expresses his or her pent up
emotions during sex!


What Zodiac Sign Are You Attracted To?
brought to you by Quizilla

You know a little bit but you could still get
better. Please rate


How much do you know about the world of Harry Potter?
brought to you by Quizilla

Silver Dragon
You are a silver dragon. The rarest kind of dragon.
YOu are noble yet avoid humans as much as
possible. You are the guardian of the
defensless and you rule the skies.


Which Dragon resides in your soul? (cool pictures!)
brought to you by Quizilla

You are Leviticus
You are Leviticus.


Which book of the Bible are you?
brought to you by Quizilla

Dickinson
You are Emily Dickinson! Not all that much is
known about Emily Dickinson, probably because
she holed herself up in her room and wrote
poetry. She didn't have very many connections
with the world outside her house, and her
poetry is very introspective and
compartmentalized. You need to get out more.


Which famous poet are you? (pictures and many outcomes)
brought to you by Quizilla

HASH(0x8a7b060)
Rain: You are the sound of rain. You have two
important sides. There is your strong, powerful
side and your calm, gentle side. Both are very
important. Rain also reflects a bit of darkness
in your personality. It isn't bad, just shows
that along with the good, you also can see bad,
which can come in handy. (please rate my quiz)


What Sound Are You?(now w/ pics)
brought to you by Quizilla

HASH(0x8a5e240)
Ghost or spirit: You are a lost soul. Very calm and
sweet, you are often the one who asks: What if?
With a clever mind, you want to explore the
world on a different level. Without the
answers, you aren't ready to move on. You are
most likely very creative and find yourself
thinking things through on a different level.
(please rate my quiz)


**Where will you go when you die?**(now with pics)
brought to you by Quizilla

Wind
You are guided by the wind. You obey your impulses.
You are the kind of person that is always comng
up with ideas that would be fun, yet somewhat
destructive. (Rate my test)


What force is your soul?
brought to you by Quizilla

CRUSHIN' HARD: This guy's/girl's got it bad for
you. He/she hangs on your every word and feels
lucky just to spend time with you---all of your
friends and even his/her pals know it! The next
step is to move past the crush stage and on to
a date. All you've gotta' do is continue being
you. Once he's/she's totally confident you'll
say yes---because he's/she's been getting that
steady stream of positive signals from
you---he'll/she'll be on the phone, asking you
out! Would ya' please rate my quiz? Thanks!


Is YOUR CRUSH really into YOU? ~ For BOTH GUYS and GALS!
brought to you by Quizilla

nú þekkiði Agga


This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter