<$BlogRSDURL$>

Saturday, June 11, 2005


Inn vari gestur
er til verðar kemur
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir,
en augum skoðar.

Góðann dag.
Málpípa almættisins er núna virkur þáttakandi í ferðamannaiðnaði Íslands. Hann dvelur í afskekktu bakvatnsplássi þar sem að menn lifa á sauðkindinni og innfluttu ferðamannakjöti. Innfæddir eru sérstakir. Þetta framandi fólk setur kokteilsósu á pylsurnar sínar (auk þess að setja sinnepið undir pylsuna, sem er í hæsta máta villimannlegt), les fréttablöð sem Spámaðurinn hefur aldrei séð áður og setur franskar ofan á hamborgarana sína. Spámaðurinn veit ekki íbúafjöldann hérna, en hann giskar á að hann slagi eitthvað upp í íbúafjölda litlu götunnar sem hann býr við í norðurmýrinni (eða hugsanlega: Íbúafjölda klambratúns).
Innfæddir virðast hafa þróað með sér gríðarlegt þol gagnvart harðri fitu. Í nýafstaðinni kaupstaðarferð bað innfæddur vinnufélagi Spámannsins til dæmis um "djúpsteikta, beikonvafða pylsu með frönskum (sem fara oní pylsubrauðið), steiktum og tómatsósu (og einhvers konar ostasósu)" án þess að blikna. Þegar maðurinn beit í "pylsuna" gaf hún frá sér brothljóð líkt og þegar grjóti er kastað í gegnum rúðu.
Malbikseðli Spámannsins leynir sér því ekki þar sem hann stendur inni í söluturnum stóreygur við matseðlana og veltir fyrir sér, á grautlinri malartungu, hvers vegna menn setja franskar á hamborgara. Í gegnum nokkra innfædda vinnufélaga sína hefur spámaðurinn lært að innfæddir nota líka ýmis orð yfir fólk eins og Spámanninn sem aldrei hefur migið á saltann hrút á borð við "Malbikshnoðri" og "Eymingi" (en þar sem íbúarnir eru of fáir til þess að geta lagt Spámanninn í einelti kippir hann sér ekkert upp við það).


Spámanninum líður vel á hjara veraldar, þar sem fuglar í hundraðatali tísta á trjágreinum og sauðkindin virðist hafa kastað af sér oki mannfólksins og ráfar um frjáls án hafta.
Auk þess er staðurinn mjög athyglisverður, Spámaðurinn hefur oft talað um Hafnarfjörðinn sem stað þar sem fólk stendur í stað, en nú er hann á stað þar sem tíminn stendur raunverulega í stað. Það er t.d. ekki óalgengt að mæta fornbílum á vegunum í kring. Eitt besta dæmið er sennilega brunabíll svæðisins, en hann myndi sóma sér vel á Árbæjarsafni. Byggingarnar eru flestar óbreyttar frá því uþb 1920 til 1930 og ein af byggingunum sem ætluð er starfsfólki glímir við vandamál sem Spámaðurinn hélt að hefði verið leyst fyrir mörgum áratugum: Asbest (hús sem enskumælandi starfsfólk hótelsins nefnir gjarna í daglegu tali: "Asbestos shithole").


Thursday, June 02, 2005




This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter