<$BlogRSDURL$>

Monday, August 22, 2005

















Sunday, August 07, 2005


"...fór heim til Danmarkar;
hyggur í faðm að falla
fljótt vinkonu sinni,
en fyrir borð hið breiða
Búi gekk með hugrekki."

Góðann dag.
Spámaðurinn telur nú dagana óþreyjufullur og bíður þess að geta snúið heim úr útlegðinni.
Það fyrsta sem Spámaðurinn ætlar að gera þegar hann kemur aftur er að versla sér allskonar óbjóð í kjörbúðinni og loka sig svo inni í kjallaraíbúð sinni í einn dag og njóta þess að deila ekki þaki (og baðherbergi!) með ca. 40 manns... Frelsi mannskepnunnar til að ganga um allsber og reykjandi heima hjá sér er vanmetið.
Auk þess verður sú tilfinning að vera komin "heim" úr vinnunni nýstárleg fyrir Spámanninum þar sem hann býr beint fyrir ofan lobbíið sem hann þrælar í dagsdaglega. Já. Spámaðurinn hefur búið á hótelherbergi í allt sumar. Reyndar í lítilli kompu í dimmu skúmaskoti hótelsins sem gestir fá aldrei að líta augum. Útsýnið út um gluggann á umræddri kompu er fögur og tignarleg fjallshlíð ásamt ryðguðum ruslagámum og gaskútum hótelsins.

Mynd: Veitingastaðurinn/bensínstöðin/kjörbúðin/skemmtistaðurinn þar sem Spámaðurinn eyðir miklu af frítíma sínum í kaffiþamb og auðnuleysingjahangs

Annars er lítið við að vera á þessum slóðum. Spámaðurinn hélt í könnunarleiðangur til Akureyrar ásamt innfæddum vinnufélaga sínum. Eftir glæfralegann darraðadans óeðlis, saurlífis og sprittþambs voru Spámaðurinn og félaginn keyrðir heim í reykjadal í kappakstursbíl... Bíllinn þeysti eftir þjóðveginum og hentist yfir holt og hæðir í tunglskininu. Spámaðurinn og félagi hans sátu kengbognir með hangandi haus í værum vímusvefni, hreyfingarlausir utan þess að hangandi höfuð þeirra færðust samtaka til annarar hvorrar hliðar öðru hvoru þegar bíllinn tók krappar beygjur.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?    Site Meter