Monday, December 19, 2005
"Hverr er sá karl karla
er kallar um váginn?"
Góðann dag.
Spámaðurinn situr nú á borgarbókasafninu og lemur lykla á keyptum tíma. Samband Spámannsins við silkiþræði alnetsins er enn rofið...En fljótlega verður bætt úr því. Kyndilberi Andlegrar Upphafningar finnur til sársauka í hvert sinn sem hann hamrar á bilslána á lyklaborðinu. Ástæðan er sú að fyrir nokkrum dögum tókst honum að gera sig tímabundið að öryrkja... Fátt er gagnslausara en uppvaskari sem ekki má vaska upp.
Eins og áður hefur komið fram starfar Spámaðurinn við að vaska upp glerílát á landsspítalanum þessa dagana. Einn daginn var Spámaðurinn eitthvað að flýta sér, auk þess sem seiðandi tónar Duke Ellingtons trufluðu hann og dáleiddu svo hann í ógáti rak eitt tröllvaxið glerílátið utan í vegg...Spámaðurinn reyndi að grípa ílátið svo það myndi ekki brotna en var of seinn...Hann fann ekki fyrir því þegar hann skar sig á hárbeittu brotinu, en varð þess fljótlega var að blóð vætlaði úr gúmmíhanskanum og niður á gólf...
Þar sem fossandi blóð er fag spítalastarfsmanna þurfti Spámaðurinn ekki að fara langt til að finna einhvern sem var reiðubúinn til að sauma hann saman...
Á bráðamóttökunni saumaði líknandi engill í formi brosmildrar stúlku höndina aftur á Spámanninn með bros á vör á meðan hann reyndi að bera sig karlmannlega og bresta ekki í grát (Spámaðurinn hefur þann undarlega fæðingargalla að hann er ónæmur fyrir flestum deyfilyfjum og því er saumaskapur, tannlæknaborar og annað slíkt oftast traumatísk upplifun fyrir hann). Að aðgerðinni lokinni tjáði brosandi stúlkan Spámanninum að hann mætti ekki vaska upp í nokkra daga... Í dag voru saumarnir svo fjarlægðir og skanki Spámannsins næstum sem nýr. Spámaðurinn er núna með hátækniplástur á hönd sem var úðað á hönd hans. Spámanninum þótti það stórmerkilegt en brosmilda stúlkan var treg til að leyfa Spámanninum að fikta í úðabrúsanum með plástrinum í.
Fátt er annars fregna af Spámanninum. Helgin þaut hjá á ofsahraða, en hún innihélt, meðal annars, rommþamb, myndbandsgláp, bókalestur og heimsókn til biblíbeltisins (keflavíkur)...
Spámaðurinn hefur orðið tiltölulega lítið var við neysluorgíuna sem fylgir desembermánuði... Hugsanlega vegna þess að hann er haldinn kröftugri leti og félagsfælni þessa dagana og kýs að eyða frítíma sínum heima við undir teppi súpandi melrose í goldenmekki með skrúfað vel frá öllum ofnum og dregið fyrir alla glugga.
Það er kalt úti og morgnarnir á virku dögunum eru Spámanninum erfiðir þar sem hann öslar frostrósir og grýlukerti í stofunni hjá sér, skjálfandi og tautandi.
Spámaðurinn fær svo vonandi splunkunýjann og heilbrigðann rafheila í stofuna sína á næstu dögum og mun þá endurreisn Rassgathole óma um öll byggð ból!
Monday, December 12, 2005
RASSGATHOLE!
GEFÐU RASSGATHOLE Í JÓLAGJÖF!
RASSGATHOLE ER SPENNANDI LESNING SEM HELDUR LESANDANUM Í HELGREIPUM NÍSTANDI ÓTTA FRÁ UPPHAFI!
FRÁ HÖFUNDI METSÖLUBÓKARINNAR "BIBLÍAN" SEM HEFUR SELST Í MEIRA EN 893720000000020 EINTÖKUM!
RASSGATHOLE HEFUR VERIÐ LÝST SEM "HARRY POTTER FYRIR FULLORÐNA"!!!
"Rassgathole er eins og Da-Vinci lykillinn fyrir börn"
New York Times
"Stíll höfundar hefur tekið miklum framförum síðan hann skrifaði "Gylfaginningu""
Morgunblaðið
"Höfundur er dóbsali sem borðar bödn og kúkar í barnavakna"
DV
"Rassgathole markar tímamót í heimsbókmenntum"
Guardian
Wednesday, December 07, 2005
Góðann dag.
Spámaðurinn er enn tölvulaus og því verða skrif Undanfara Heimsendis í lélegum gæðaflokki enn um sinn.
Aftur situr Spámaðurinn og lemur lyklaborð á keyptum tíma á borgarbókasafninu... Lærisveinarnir verða að sætta sig við litlaust, myndalaust og myndlíkingalaus skrif sem mora í innsláttar- og fljótfærnisvillum að sinni...
Enn er þó von.
Gult ský hvílir yfir norðurmýrinni og öldruðum og fólki með "viðkvæm öndunarfæri" er ráðlagt að vera ekki á ferðinni...Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Svifryk.
Spámaðurinn hefur sem fyrr segir verið að vaska upp blóð, gall og hland á spítala. Og líkar honum það ágætlega. Heimurinn er svo einfaldur þegar maður er í skítadjobbi. Til dæmis er eina kvörtun Spámannsins sú að hann nær engum útvarpsstöðvum í litla uppvöskunarherbergerinu sínu, djúp í iðrum landsspítalans, nema "talstöðinni" og svo "útvarp jesúm". Það eina sem Spámaðurinn hefur lært eru nöfn á glerílátum sem hann veit ekki til hvers eru notuð (kolbur, ljósglös...osfrv) og óljósann grun um að rottur séu á kreiki í grennd við vinnustað hans.
Amk. Eitthvað/einhver sem nagar úldið kjöt. Spámaðurinn er þess fullviss, því þegar lítið er að galli og blóði til að skrúbba með uppþvottaburstanum læðist hann stundum út um bakdyr til að neyta eiturlyfja í litlu skoti fjarri augsýn allra. Stöku sinnum virðist sem eitthvað fólk noti skot þetta til þess að losna við að taka íbúðalán. Fólk sem er með mikið af sárum og krónískann höfuðverk (ef marka má sprittglösin og kynstrin öll af tómum kódínumbúðum sem fólk þetta skilur eftir sig). Á dögunum skildi sumsé einhver íbúanna eftir sviðakjamma í skoti þessu, og hefur Spámaðurinn því horft á sviðakjammann rotna frá degi til dags, frá reykpásu til reykpásu. Spámaðurinn var á barmi þess að gefa þessu kunnuglega andliti sem mændi á hann daglega í skúmaskotinu nafn... Þar til í morgun, en þá var skyndilega ekkert eftir nema bein...Bein sem litu út fyrir að hafa verið dauðhreinsuð, soðin og slípuð með sandpappír... Rottur eru sumsé þrifalegri en Spámaðurinn hélt... Og þær hlýfðu augum Spámannsins við hinum óskemmtilegu seinni stigum rotnunarinnar sem hefðu hugsanlega orðið til þess að reykpásum Spámannsins fækkaði.
Hinn möguleikinn er svo sá að eitthvert afmyndað fóstur hafi skriðið upp úr tilraunaglasi einhvers meinafræðingsins og fari skríðandi um dimmustu skot og skemmur spítalans í þeli nætur, löðrandi í formaldehýði, og nærist á úrgangi, matarleifum og útigangsfólki (og hugsanlega svifryki).
Nýlega skaut Spámaðurinn skjólshúsi tímabundið yfir félaga sinn á meðan hann bíður þess að fá afhenta íbúð. Félaginn er Franskur. Eins og sönnum Fransmanni sæmir drekkur hann eins og svampur, borðar úldinn ost og reykir gaulverjasígarettur.
Spámaðurinn og Fransmaðurinn verða lítið varir við hvorn annan, því Spámaðurinn vinnur á daginn og Frakkinn á kvöldin (Frakkland sefur þegar Spámaðurinn vaknar og heldur til vinnu, og Spámaðurinn löngu rotaður þegar Frakkland snýr heim). Fransmaðurinn kom með ost frá heimahéraði sínu sem hann geymir í ísskáp Spámannsins. Osturinn er svo dýr að öll íbúðin lyktar af honum, og hann er svo sterkur að ostur Spámannsins hækkaði í verðflokki eftir nokkurra daga samvistir við þennan Evrópska ost.
Að öðru leiti verður Spámaðurinn varla var við manninn, utan þess að það eru fleiri stubbar í öskubökkunum en venjulega og auka handklæði inni á baði.
Þetta er svipað fyrirkomulag og notast er við í fjölmörgum hjónaböndum. Kannski er það ekki jafn bindandi að gifta sig og Spámaðurinn taldi í fyrstu...?
Spámaðurinn er enn tölvulaus og því verða skrif Undanfara Heimsendis í lélegum gæðaflokki enn um sinn.
Aftur situr Spámaðurinn og lemur lyklaborð á keyptum tíma á borgarbókasafninu... Lærisveinarnir verða að sætta sig við litlaust, myndalaust og myndlíkingalaus skrif sem mora í innsláttar- og fljótfærnisvillum að sinni...
Enn er þó von.
Gult ský hvílir yfir norðurmýrinni og öldruðum og fólki með "viðkvæm öndunarfæri" er ráðlagt að vera ekki á ferðinni...Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Svifryk.
Spámaðurinn hefur sem fyrr segir verið að vaska upp blóð, gall og hland á spítala. Og líkar honum það ágætlega. Heimurinn er svo einfaldur þegar maður er í skítadjobbi. Til dæmis er eina kvörtun Spámannsins sú að hann nær engum útvarpsstöðvum í litla uppvöskunarherbergerinu sínu, djúp í iðrum landsspítalans, nema "talstöðinni" og svo "útvarp jesúm". Það eina sem Spámaðurinn hefur lært eru nöfn á glerílátum sem hann veit ekki til hvers eru notuð (kolbur, ljósglös...osfrv) og óljósann grun um að rottur séu á kreiki í grennd við vinnustað hans.
Amk. Eitthvað/einhver sem nagar úldið kjöt. Spámaðurinn er þess fullviss, því þegar lítið er að galli og blóði til að skrúbba með uppþvottaburstanum læðist hann stundum út um bakdyr til að neyta eiturlyfja í litlu skoti fjarri augsýn allra. Stöku sinnum virðist sem eitthvað fólk noti skot þetta til þess að losna við að taka íbúðalán. Fólk sem er með mikið af sárum og krónískann höfuðverk (ef marka má sprittglösin og kynstrin öll af tómum kódínumbúðum sem fólk þetta skilur eftir sig). Á dögunum skildi sumsé einhver íbúanna eftir sviðakjamma í skoti þessu, og hefur Spámaðurinn því horft á sviðakjammann rotna frá degi til dags, frá reykpásu til reykpásu. Spámaðurinn var á barmi þess að gefa þessu kunnuglega andliti sem mændi á hann daglega í skúmaskotinu nafn... Þar til í morgun, en þá var skyndilega ekkert eftir nema bein...Bein sem litu út fyrir að hafa verið dauðhreinsuð, soðin og slípuð með sandpappír... Rottur eru sumsé þrifalegri en Spámaðurinn hélt... Og þær hlýfðu augum Spámannsins við hinum óskemmtilegu seinni stigum rotnunarinnar sem hefðu hugsanlega orðið til þess að reykpásum Spámannsins fækkaði.
Hinn möguleikinn er svo sá að eitthvert afmyndað fóstur hafi skriðið upp úr tilraunaglasi einhvers meinafræðingsins og fari skríðandi um dimmustu skot og skemmur spítalans í þeli nætur, löðrandi í formaldehýði, og nærist á úrgangi, matarleifum og útigangsfólki (og hugsanlega svifryki).
Nýlega skaut Spámaðurinn skjólshúsi tímabundið yfir félaga sinn á meðan hann bíður þess að fá afhenta íbúð. Félaginn er Franskur. Eins og sönnum Fransmanni sæmir drekkur hann eins og svampur, borðar úldinn ost og reykir gaulverjasígarettur.
Spámaðurinn og Fransmaðurinn verða lítið varir við hvorn annan, því Spámaðurinn vinnur á daginn og Frakkinn á kvöldin (Frakkland sefur þegar Spámaðurinn vaknar og heldur til vinnu, og Spámaðurinn löngu rotaður þegar Frakkland snýr heim). Fransmaðurinn kom með ost frá heimahéraði sínu sem hann geymir í ísskáp Spámannsins. Osturinn er svo dýr að öll íbúðin lyktar af honum, og hann er svo sterkur að ostur Spámannsins hækkaði í verðflokki eftir nokkurra daga samvistir við þennan Evrópska ost.
Að öðru leiti verður Spámaðurinn varla var við manninn, utan þess að það eru fleiri stubbar í öskubökkunum en venjulega og auka handklæði inni á baði.
Þetta er svipað fyrirkomulag og notast er við í fjölmörgum hjónaböndum. Kannski er það ekki jafn bindandi að gifta sig og Spámaðurinn taldi í fyrstu...?